Eins og undanfarin ár er lögð mikil áhersla að fá erlend lið á mótið og kynna það erlendis. Stefnt er að því að fá erlend lið í öllum aldurshópum og bæði stelpu- og strákalið. Ensk ferðaskrifstofa hefur verið að kynna mótið og líklegt er að nokkur lið komi á hennar vegum. Þá hefur sérstakur tengiliður mótsins erlendis kynnt mótið vel og er áhugi á mótinu frá liðum í Litháen, Búlgaríu, Grikklandi og jafn vel frá Ísrael.
Skráning liða á Síminn Rey Cup er hafin
Opnað hefur verið fyrir skráningu liða á Síminn Rey Cup hérna á síðunni. Mælt er með að lið skrái sig sem fyrst. Í fyrra komust færri lið en vildu á mótið þar sem hámarksfjöldi liða er um 90 lið. Mótið verður ekki stækkað umfram það því einungis er leikið á fótboltavöllunum í Laugardal auk gervigrassins í Safamýri á Fram velli.
Mikilvægar dagsetningar:
Skráning liða og greiðsla staðfestingargjalds fyrir 15. maí.
Greiðsla þátttökugjalda með afslætti fyrir 5. júní.
Greiðsla þátttökugjalda í síðsta lagi 5. júlí.
Verð:
Þátttaka með gistingu: 24.500 kr. ( 22.500 ef greitt fyrir 5. júní).
Morgunmatur fim. – sun., kvöldmatur fim. -fös., grill lau., skemmtanir, lokaball lau.
Mót án gistingar: 15.500 kr ( 14.000 ef greitt fyrir 5. júní)
grill lau., skemmtanir, lokaball lau.
Fríttt fyir 2 þjálfara / fararstjóra.
Skráningargjald: 25.000 kr. á hvert keppnislið- greiðist fyrir 15. maí.