Hertari sóttvarnarreglur og lokadagur ReyCup 2021

Athugið að á miðnætti tóku í gildi hertari sóttvarnarreglur. Fjöldatakmarkanir verða 200 manns. Því verður stúkunum á Eimskipsvelli og Laugardalsvelli skipt í svæði A og B með tveimur inngöngum. Munum einnig að nándarregla er 1 m og viljum við biðja alla að huga vel að persónulegum sóttvörnum. Við höfum gert ráðstafanir í skólunum þannig að þar verði aldrei 200 manns saman í rými. Einnig er ReyCup á undanþágu með veitingasöluna. Að lokum verður engin verðlaunahátíð á Eimskipsvelli í dag heldur verður bikar og verðlaunapeningar afhentir eftir leik liða á þeim völlum sem þau spila. Kveðja stjórn ReyCup

Tilkynning frá stjórn ReyCup

Upp hefur komið sú staða að covid smit greindist hjá einum keppanda á mótinu í dag og í kjölfarið er það lið og mótherji þess farið í sóttkví. Þess má geta að um aðeins einn leik var að ræða í dag og viðkomandi lið voru hvorki í gistingu né sameiginlegum mat.  Þá dró eitt félag sig úr keppni áður en mót hófst vegna covid smits aðstandanda.
Allir aðilar hafa verið upplýstir sem málið viðkemur.
Allar ákvarðanir varðandi aðgerðir eru teknar í samráði við almannavarnir og sóttvarnaryfirvöld. Við munum halda áfram dagskrá og skipulagi varðandi gistingu óbreyttu að sinni.
ReyCup er fyrst og fremst fótboltahátíð barnanna okkar sem hafa orðið hvað verst úti í þeim takmörkunum sem fylgt hafa covid. Við munum því leggja höfuðáherslu á að gera þessa hátíð eftirminnilega fyrir þau en þó með þeim takmörkunum kunna að vera settar í samstarfi við almannavarnir.
Fyrst og fremst þykir okkur leiðinlegt að barn á mótinu sé smitað og að lið hafi þurft að kveðja okkur og hætta keppni. Hugur okkar er hjá þeim.

Góðar kveðjur til ykkar allra frá stjórn ReyCup

 

 

Covid-19 á ReyCup 2021

Kæru keppendur, liðstjórar og þjálfarar,

Endilega kynna sér vel þær ráðstafanir sem verða á mótinu í ár.

Í eftirfarandi viðhengi má sjá þær reglur og ráðstafanir sem eru okkar tilmæli.

Covid.19 ReyCup 2021

Kveðja,

Stjórn ReyCup

 

Skólaskipan 2021!

Kæru þátttakendur, forráðamenn og þjálfarar,

Skólaskipan fyrir þau félagslið sem eru í gistingu á Rey Cup 2021 er klár.

Vegna fjölda liða í ár erum við að nýta okkur öll þau úrræði sem okkur bjóðast hvað varðar húsnæði fyrir gistingar. Við biðjum ykkur því um að taka tillit til þess. Etirfarandi skólaskipan getur tekið breytingum svo fylgist vel með 🙂

Leikjaplan verður vonandi klárt á miðvikudaginn (14.07) en í allra síðasta á föstudaginn (16.07).

Sjá skólaskipan hér:

gististaðirlokaloka

Kær kveðja,

Stjórn Rey Cup

Þátttökugjald 2021!

Áríðandi:
Keppnislið þurfa að greiða þátttökugjald fyrir 1. Júlí. Ef greiðsla berst ekki fyrir þann tíma mun liðið detta út og næsta lið af biðlista kemur inn.
Hlökkum til að sjá ykkur í sumar!

Tilkynning til félagsliða.

Í ár er mjög mikill áhugi á ReyCup, fjöldi liða er nú þegar meiri en fjöldinn í fyrra sem þó var meiri en áður hefur þekkst.  Til að reyna að koma sem flestum liðum á mótið höfum við gripið til eftirfarandi ráðstafanna.  

  • Við hefjum mótið miðvikudaginn 21. júlí með nokkrum fjölda leikja, tímasetningar verða auglýstar síðar.
  • Við notum velli á svæði Víkings í Fossvoginum, vellir á svæði Fram í Safamýri verða ekki notaðir.
  • Við munum aðeins hafa 1 dómara á leikjum í 4. flokki C, karla og kvenna.
  • Við förum fram á að greiðsla þátttökugjalda berist eigi síðar en 1. júlí, til að tryggja að staðfestur fjöldi liða liggi fyrir vel fyrir mót.
  • Við biðjum þjálfara að manna lið einungis með leikmönnum fæddum á árunum 2005 – 2008, ekki láta leikmenn í 5. flokki „spila upp fyrir sig“, þeirra bíða tækifæri til þátttöku í ReyCup í framtíðinni. 
  • Ef kemur til þess að við þurfum að takmarka fjölda liða í gistingu í skólum, munu lið af landsbyggðinni ganga fyrir. 

Þrátt fyrir þetta, er aðsóknin það mikil, að við verðum að segja nei við einhver lið og okkur þykir það miður.  Einhver fjöldi liða er á biðlista og við munum nota næstu daga til að fara yfir hann.  

Við vonumst eftir góðu samstarfi við alla þátttakendur, þjálfara og foreldrar.  Með því verður ReyCup 2021 jafn gott og fyrri mót, þrátt fyrir u.þ.b. 50% aukningu í fjölda liða.

Kær kveðja,

Stjórn Rey Cup

Skráning 2021!

Það styttist í Rey Cup 2021 .
Skráningar hafa gengið gríðarlega vel og aðsóknin er mikil í ár.
Staðan er því þannig að það er búið að loka fyrir skráningar í 4.flokki KVK og KK. Það er enn hægt að skrá sig á biðlista þar og hvetjum við lið til þess að skrá sig á hann.
Skráning á biðlista í 4.flokki KVK og KK fer fram í tölvupósti á [email protected]
Í 3.flokki KVK og KK eru enn nokkur laus pláss og mælum við því með að skrá sig sem allra fyrst.
Hlökkum til að fagna 20 ára afmæli með ykkur í sumar.
English version:
Due to the registrations in U14 women and boys being extremely successful, the registrations have now been stopped and the tournament is fully booked.
If you wish, you can register to be on the waiting list at [email protected]
The U16 women and boys category still have few spots left. Therefore, we recommend registering as soon as possible.
Looking forward to seeing you this summer!

20 ÁRA afmæli Rey Cup 2021!

Skráningin er hafin fyrir komandi sumar. Mótið verður haldið 21-25 Júlí. Það þarf að greiða þáttökugjald fyrir 30. Júní.

Við mælum með að skrá sig sem fyrst þar sem við munum aðeins taka við 100 liðum í ár.

Í sumar munum við fagna 20 ára afmæli Rey Cup í hjarta Reykjavíkur. Þið viljið ekki missa af því.

Við hlökkum til að sjá ykkur,
Rey Cup

Rey Cup 2020 er hafið!

Í ár eru 123 lið skráð til keppni í 3. og 4. flokki, karla og kvenna.  Liðin koma víðsvegar að, bæði úr Reykjavík og af landsbyggðinni, en að þessu sinni er ekkert erlend lið á mótinu vegna COVID-19.

 Það er meiri áhugi á mótinu frá innlendum liðum en verið hefur, um 25 fleiri lið taka þátt en undanfarin ár.  Til að get tekið við öllum þessum liðum byrjaði mótið fyrr en verið hefur, og fóru því fyrstu leikirnir fram í gær, miðvikudag.

COVID-19 setur svip á dagskrána, t.d. var ákveðið að sleppa setningarathöfninni sem og verðlaunaafhendingunni.

Gangi ykkur öllum sem best á mótinu, kæru þátttakendur, og góða skemmtun.

– Baldur Haraldsson, formaður stjórnar Capelli Sport Rey Cup.