Thank you for ReyCup 2022 – See you at ReyCup 2023!

Thank you for ReyCup 2022 – See you at ReyCup 2023!

ReyCup 2022 took place for the 21st time in Reykjavík, Iceland last July.

1500 participants competed and took part in a great tournament.

Teams from Iceland, England, and Canada competed this year and celebrated together. The tournament was a success, it was great to celebrate the international spirit again and welcome foreign teams to Iceland.

We have already begun the work of making ReyCup 2023 even bigger and better for all participants.  ReyCup 2023 will be held the 26th-30th of July. 

Participants, coaches, referees, volunteers, and everyone who helped make ReyCup 2022 a success, we greatly thank you and look forward to seeing you in Laugardalur 2023.

 

Yfirlýsing stjórnar ReyCup

Yfirlýsing stjórnar ReyCup

Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál Rey cup í dag vill stjórn ReyCup koma eftirfarandi á framfæri. 

ReyCup er alþjóðlegt knattspyrnumót sem haldið hefur verið samfleytt í 20 ár. Mótið í ár er það 21. í röðinni. Á mótinu koma saman unglingar á aldrinum 13-16 ára víðs vegar að úr heiminum og hefur það verið kappsmál mótshaldara að haga umgjörð mótsins þannig að upplifun þátttakenda og aðstandenda verði sem eftirminnilegust. Í því felst að skapa öruggt umhverfi þar sem allir geta notið sín. Tugir þúsunda ungmenna frá fjölmörgum löndum hafa tekið þátt í ReyCup á þessum tveimur áratugum. 

 

Í 20 ára sögu mótsins hefur einungis komið upp eitt tilvik þar sem keppendur hafa tilkynnt áreiti til mótsstjórnar.  Um leið og tilkynning barst var brugðist hart við og viðkomandi liði meinuð þátttáka á öðrum viðburðum en knattspyrnuleikjum. Af því urðu ekki frekari eftirmálar.  

 

Stjórn ReyCup hafnar því að ólíkir menningarheimar skapi vandamál á mótinu. Fjölmenningarlegt yfirbragð ReyCup er þvert á móti einn helsti styrkleiki mótsins enda gefst þátttakendum kjörið tækifæri til að kynnast ólíkum menningarheimum, bæði innan og utan vallar. 

Vert er að taka fram að enginn í stjórn ReyCup hefur tjáð sig um málið við fjölmiðla og hefur enginn fjölmiðill haft samband við ReyCup vegna málsins. 

Til áréttingar bendir stjórn ReyCup á þær reglur sem gilda á meðan móti stendur. 

Hart verður tekið á hvers konar áreiti, mismunun eða óvirðingu gagnvart öðrum liðum og mun slík hegðun leiða til brottvísunar frá móti ReyCup. 

-Hvert og eitt lið verður að vera í fylgd liðstjóra. 

-Keppnisarmbönd gilda sem aðgöngumiði (þátttakendur ReyCup 13-16 ára).

-Engir utanaðkomandi einstaklingar eru leyfðir á svæðinu

og ekki er hægt að kaupa sig inn. 

-Gæsla ReyCup, Laugardalslaugar og Hilton sér um að

athuga armbönd og tryggja það að hvert lið sé í fylgd

liðsstjóra.

-Ef upp koma neikvæð eða athugunarverð atvik á okkar viðburðum skal

tilkynna það til mótsstjórnar.

Stjórn ReyCup hvetur alla þátttakendur að sækja viðburði ReyCup 2022, óháð kyni, aldri eða menningaruppruna. Hins vegar er það ákvörðun hvers og eins liðs að taka ákvörðun um þátttöku sína á mótinu og viðburðum þess.

Dagskrá ReyCup 2022

Dagskrá ReyCup 2022

ATH. Félagslið verða ávallt að vera í fylgd liðstjóra þegar farið er í mat á Hilton eða á viðburði mótsins.

Miðvikudagurinn 20. Júlí

17:00-18:00 Félagslið koma sér fyrir í skólunum

18:15-20:00 Opnunarhátíð ReyCup

Lúðrasveitin Svanur mun leiða skrúðgöngu frá Laugardalshöllinni kl. 18:30
Opnunarhátíð ReyCup

Greypur Hjaltason verður kynnir
Jói P og Króli munu spila og skemmta til 19:30 og þá lýkur opnunarhátíðinni.

21:00-22:00 Þjálfara og liðstjórafundur í félagsheimili Þróttar


Fimmtudagurinn 21. Júlí

07:00-08:30 Morgunmatur í skólunum

08:00-19:00 Mótsleikir fara fram

08:00-19:00 Liðsmyndatökur

Lið mæta eftir fyrsta leik og taka liðsmynd bakvið Þróttaraheimilið.

11:30-13:30 Hádegismatur á Hilton Hotel

17:30-19:30 Kvöldmatur á Hilton Hotel

20:00-22:00 Sundlaugaveisla ReyCup

DJ Dóra Júlía heldur uppi fjörinu.

20:00-21:00 Þjálfarahittingur/fundur í KSÍ

Þjálfurum mótsins er boðið á skemmtilegan fund þar sem nokkur erlend lið munu deila sinni reynslu og segja frá akademíum.

Gestafyrirlesari á vegum ReyCup.

Boðið verður upp á léttar veitingar og drykki. ATH. Aðeins opið fyrir þjálfurum á ReyCup

Föstudagurinn 22. Júlí

07:00-08:30 Morgunmatur í skólunum

08:00-19:00 Mótsleikir fara fram

08:00-19:00 Liðsmyndatökur

Lið mæta eftir fyrsta leik og taka liðsmynd bakvið Þróttaraheimilið.

11:30-13:30 Hádegismatur á Hilton Hotel

17:00-19:00 Kvöldmatur á Hilton Hotel

ATH. Breyttan tíma á kvöldverði vegna dansleiks á Hilton.

20:00-23:00 Dansleikur á Hilton Hotel

DJ lil curly og Bríet.

21:00-23:00 Þjálfara- og liðstjórahittingur á Ölver (innri salur)

Dóri Gylfa mun halda uppi fjörinu og það verða frábær tilboð í boði.

 

Laugardagurinn 23. Júlí

07:00-08:30 Morgunmatur í skólunum

08:00-19:00 Mótsleikir fara fram

11:30-13:30 Hádegismatur á Hilton Hotel

19:00-21:00 BBQ veisla ReyCup 2022 í fjölskyldugarðinum í Laugardal

Hamborgarar og grillmatur.

DJ Dóra Júlía mun halda uppi fjörinu.

 

Sunnudagurinn 24. Júlí

07:00-08:30 Morgunmatur í skólunum

08:00-15:00 Úrslitakeppni

15:00-16:00 Verðlaunaafhending

Gunnar Helgason mun sjá um að leiða verðlaunaafhendingu ReyCup.

Tjaldsvæði í Laugardal – ReyCup

Tjaldsvæði í Laugardal meðan ReyCup 2022 stendur yfir.
Skráning á tjaldsvæðið opnar kl 09:00 í fyrramálið 24.06.
Við mælum með að tryggja sér stæði sem fyrst:
Við erum að opna svæði fyrir bókanir á tímabilinu 19.7.-27.7.
• Svæði fyrir húsbíla / lítil hjólhýsi (sem þurfa aðgang að rafmagni. (RV/CARAVAN Pitch).
• Stæði fyrir hjólhýsi (lengri en 7m) sem þurfa aðgang að rafmagni (SuperSize Pitch)
• Einnig ætlum við með aðstoð borgarinnar að útbúa ca 15 stæði til viðbótar upp á efra svæði
fyrir stærri hjólhýsi sem þurfa ekki rafmagn / ganga fyrir sólarsellum. Þar má einnig vera með
fellihýsi / fortjöld en ekki inn á bílasvæðinu. Við reyndum þetta í fyrra og sáum að þetta
getur gengið með undirbúningi og góðum vilja en þurfum að undribúa. Því biðjum við að þeir
sem falla þarna undir skrifi okkur beint (REYCUP22 í Subject) og bóki þetta
svæði: [email protected]
Nóg er til af svæði fyrir gamla góða tjaldið!
Fyrir alla gildir þessar öryggisreglur :
• 1 stæði fyrir 1 svefneiningu.
• húsbílum/hjólhýsum þarf að snúa með beislið fram.
• aukabílar skulu geymdir fyrir utan svæði
• 4m+ eiga að vera á milli bíla
• Einnig vísum við á reglur Tjaldsvæðsins um almenna umgengni.
• Starfsfólk er á svæðinu allan sólarhringinn þessa viku. Móttakan er opin frá 8:00 – 23:00

Þátttökugjald!

Nú fer að líða að ReyCup 2022 og erum við gríðarlega spennt að fá ykkur í dalinn í Júlí.

Erlendu liðin eru spennt og í undirbúning við komu sína til Íslands.

Greiða þarf þátttökugjöld fyrir 15. Júní, ef ekki er búið að greiða fyrir 15. Júní gerum við ráð fyrir að lið dragi sig úr keppni.

Greiða þarf þátttökugjald í gegnum heimasíðuna, það er því miður ekki hægt að millifæra.

 

Skráning er hafin!

Skráning fyrir sumarið 2022 er í fullu fjöri.

Skráning fer eingöngu fram á reycup.is/skraning

Greiða þarf staðfestingagjald fyrir 1. Apríl og eru takmörkuð sæti á mótinu í boði svo mælum við með því að skrá sig sem fyrst.

Erlend lið sem hafa staðfest komu sína á ReyCup 2022:

Brighton and Hove Albion – England

West Ham United – England

Bodo/Glimt – Noregur

H.E.A.D.S – Canada

Stoke City – England

Fleetwood Town – England

Við munum tilkynna fleirri erlend lið á samfélagsmiðlum okkar á komandi dögum svo endilega fylgist vel með!

Hlökkum til að sjá ykkur í Laugardalnum í sumar.

 

ReyCup 2022!

ReyCup 2022 verður haldið 20. – 24. júlí. 

Stefnan er sett á að ReyCup 2022 verði á ný alþjóðlegt mót og koma nokkur erlend lið. Það er mikið gleðiefni að fá alþjóðlegar heimsóknir í Laugardalinn á ný og gefa íslenskum liðum tækifæri á að spila við elítu lið frá öðrum löndum.

Skráning fyrir ReyCup 2022 opnar í janúar 2022.

Við hlökkum til að sjá ykkur árið 2022 og þökkum fyrir frábært ReyCup 2021.

 

English version:

ReyCup 2022 will be held on the 20th-24th of July.

We aim to bring international teams back to Reykjavík and celebrate the international spirit again at ReyCup. It is our pleasure to hopefully be able to bring elite teams and give our competitors a great and unique experience at ReyCup 2022.

We look forward to seeing you next summer.

 

 

Yfirlýsing ReyCup og Knattspyrnudeildar Selfoss

Sameiginleg yfirlýsing frá stjórn ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss.

Í gær, laugardaginn 25.07. kom í ljós að í Laugardalshöll í svefnsal stúlknaliða Selfoss sem þátt hafa tekið í ReyCup, var eftirlitsmyndavél sem ekki var slökkt á.

Stjórn mótsins var gert viðvart um leið og málið uppgötvaðist og þá var strax slökkt á vélinni.

Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu sem hefur þegar hafið rannsókn þess.

Stjórn ReyCup harmar þessa stöðu sem upp er komin og lýsir fullum stuðningi við þær stúlkur sem þarna gistu.

Ekkert bendir til þess að um neinskonar ásetning sé um að ræða, heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem er afskaplega miður og vill stjórn mótsins biðjast velvirðingar á því.

Stjórn ReyCup og fulltrúar Knattspyrnudeildar Selfoss hafa unnið að í góðu samstarfi að því að finna þessu máli réttan farveg í samstarfi við lögreglu.