Tjaldsvæði í Laugardal – ReyCup

Tjaldsvæði í Laugardal meðan ReyCup 2022 stendur yfir.
Skráning á tjaldsvæðið opnar kl 09:00 í fyrramálið 24.06.
Við mælum með að tryggja sér stæði sem fyrst:
Við erum að opna svæði fyrir bókanir á tímabilinu 19.7.-27.7.
• Svæði fyrir húsbíla / lítil hjólhýsi (sem þurfa aðgang að rafmagni. (RV/CARAVAN Pitch).
• Stæði fyrir hjólhýsi (lengri en 7m) sem þurfa aðgang að rafmagni (SuperSize Pitch)
• Einnig ætlum við með aðstoð borgarinnar að útbúa ca 15 stæði til viðbótar upp á efra svæði
fyrir stærri hjólhýsi sem þurfa ekki rafmagn / ganga fyrir sólarsellum. Þar má einnig vera með
fellihýsi / fortjöld en ekki inn á bílasvæðinu. Við reyndum þetta í fyrra og sáum að þetta
getur gengið með undirbúningi og góðum vilja en þurfum að undribúa. Því biðjum við að þeir
sem falla þarna undir skrifi okkur beint (REYCUP22 í Subject) og bóki þetta
svæði: [email protected]
Nóg er til af svæði fyrir gamla góða tjaldið!
Fyrir alla gildir þessar öryggisreglur :
• 1 stæði fyrir 1 svefneiningu.
• húsbílum/hjólhýsum þarf að snúa með beislið fram.
• aukabílar skulu geymdir fyrir utan svæði
• 4m+ eiga að vera á milli bíla
• Einnig vísum við á reglur Tjaldsvæðsins um almenna umgengni.
• Starfsfólk er á svæðinu allan sólarhringinn þessa viku. Móttakan er opin frá 8:00 – 23:00

Þátttökugjald!

Nú fer að líða að ReyCup 2022 og erum við gríðarlega spennt að fá ykkur í dalinn í Júlí.

Erlendu liðin eru spennt og í undirbúning við komu sína til Íslands.

Greiða þarf þátttökugjöld fyrir 15. Júní, ef ekki er búið að greiða fyrir 15. Júní gerum við ráð fyrir að lið dragi sig úr keppni.

Greiða þarf þátttökugjald í gegnum heimasíðuna, það er því miður ekki hægt að millifæra.

 

Skráning er hafin!

Skráning fyrir sumarið 2022 er í fullu fjöri.

Skráning fer eingöngu fram á reycup.is/skraning

Greiða þarf staðfestingagjald fyrir 1. Apríl og eru takmörkuð sæti á mótinu í boði svo mælum við með því að skrá sig sem fyrst.

Erlend lið sem hafa staðfest komu sína á ReyCup 2022:

Brighton and Hove Albion – England

West Ham United – England

Bodo/Glimt – Noregur

H.E.A.D.S – Canada

Stoke City – England

Fleetwood Town – England

Við munum tilkynna fleirri erlend lið á samfélagsmiðlum okkar á komandi dögum svo endilega fylgist vel með!

Hlökkum til að sjá ykkur í Laugardalnum í sumar.

 

ReyCup 2022!

ReyCup 2022 verður haldið 20. – 24. júlí. 

Stefnan er sett á að ReyCup 2022 verði á ný alþjóðlegt mót og koma nokkur erlend lið. Það er mikið gleðiefni að fá alþjóðlegar heimsóknir í Laugardalinn á ný og gefa íslenskum liðum tækifæri á að spila við elítu lið frá öðrum löndum.

Skráning fyrir ReyCup 2022 opnar í janúar 2022.

Við hlökkum til að sjá ykkur árið 2022 og þökkum fyrir frábært ReyCup 2021.

 

English version:

ReyCup 2022 will be held on the 20th-24th of July.

We aim to bring international teams back to Reykjavík and celebrate the international spirit again at ReyCup. It is our pleasure to hopefully be able to bring elite teams and give our competitors a great and unique experience at ReyCup 2022.

We look forward to seeing you next summer.

 

 

Yfirlýsing ReyCup og Knattspyrnudeildar Selfoss

Sameiginleg yfirlýsing frá stjórn ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss.

Í gær, laugardaginn 25.07. kom í ljós að í Laugardalshöll í svefnsal stúlknaliða Selfoss sem þátt hafa tekið í ReyCup, var eftirlitsmyndavél sem ekki var slökkt á.

Stjórn mótsins var gert viðvart um leið og málið uppgötvaðist og þá var strax slökkt á vélinni.

Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu sem hefur þegar hafið rannsókn þess.

Stjórn ReyCup harmar þessa stöðu sem upp er komin og lýsir fullum stuðningi við þær stúlkur sem þarna gistu.

Ekkert bendir til þess að um neinskonar ásetning sé um að ræða, heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem er afskaplega miður og vill stjórn mótsins biðjast velvirðingar á því.

Stjórn ReyCup og fulltrúar Knattspyrnudeildar Selfoss hafa unnið að í góðu samstarfi að því að finna þessu máli réttan farveg í samstarfi við lögreglu.

 

Hertari sóttvarnarreglur og lokadagur ReyCup 2021

Athugið að á miðnætti tóku í gildi hertari sóttvarnarreglur. Fjöldatakmarkanir verða 200 manns. Því verður stúkunum á Eimskipsvelli og Laugardalsvelli skipt í svæði A og B með tveimur inngöngum. Munum einnig að nándarregla er 1 m og viljum við biðja alla að huga vel að persónulegum sóttvörnum. Við höfum gert ráðstafanir í skólunum þannig að þar verði aldrei 200 manns saman í rými. Einnig er ReyCup á undanþágu með veitingasöluna. Að lokum verður engin verðlaunahátíð á Eimskipsvelli í dag heldur verður bikar og verðlaunapeningar afhentir eftir leik liða á þeim völlum sem þau spila. Kveðja stjórn ReyCup

Tilkynning frá stjórn ReyCup

Upp hefur komið sú staða að covid smit greindist hjá einum keppanda á mótinu í dag og í kjölfarið er það lið og mótherji þess farið í sóttkví. Þess má geta að um aðeins einn leik var að ræða í dag og viðkomandi lið voru hvorki í gistingu né sameiginlegum mat.  Þá dró eitt félag sig úr keppni áður en mót hófst vegna covid smits aðstandanda.
Allir aðilar hafa verið upplýstir sem málið viðkemur.
Allar ákvarðanir varðandi aðgerðir eru teknar í samráði við almannavarnir og sóttvarnaryfirvöld. Við munum halda áfram dagskrá og skipulagi varðandi gistingu óbreyttu að sinni.
ReyCup er fyrst og fremst fótboltahátíð barnanna okkar sem hafa orðið hvað verst úti í þeim takmörkunum sem fylgt hafa covid. Við munum því leggja höfuðáherslu á að gera þessa hátíð eftirminnilega fyrir þau en þó með þeim takmörkunum kunna að vera settar í samstarfi við almannavarnir.
Fyrst og fremst þykir okkur leiðinlegt að barn á mótinu sé smitað og að lið hafi þurft að kveðja okkur og hætta keppni. Hugur okkar er hjá þeim.

Góðar kveðjur til ykkar allra frá stjórn ReyCup

 

 

Covid-19 á ReyCup 2021

Kæru keppendur, liðstjórar og þjálfarar,

Endilega kynna sér vel þær ráðstafanir sem verða á mótinu í ár.

Í eftirfarandi viðhengi má sjá þær reglur og ráðstafanir sem eru okkar tilmæli.

Covid.19 ReyCup 2021

Kveðja,

Stjórn ReyCup